Mdina á Möltu

Nú ætla ég að æfa mig í að setja inn myndband sem ég finn á Youtube um Mdinu á Möltu en það er smáþorp á miðri eyjunni kallað “The silent city”. Við fórum þangað í fyrradag og gengum um hana með leiðsögumanni. Þessa “borg” eiga tvær ættir og þar eru búir og veitingahús og það er magnað að horfa yfir eyjuna en í allar áttir sést sjórinn því eyjan er svo lítil eða um það bil 27 x 15 km að stærð.

Hér er smápistill um fyrrum höfuðborg Möltu: “The history of Mdina dates back more than 4000 years. According to tradition it was here that in 60 AD St. Paul is said to have lived after being shipwrecked on the Islands. Referred to as the silent city, Mdina is fascinating to visit for its timeless atmosphere as well as its cultural and religious treasures.”(Tekið af netinu).

En hér kemur myndbandið:

Advertisements
Posted in Uncategorized | Leave a comment

Námskeið á Möltu í ICT

Nú er ég á Möltu á namskeiði í hvernig nota má upplýsingatækni í skólastarfi. Við fórum út með myndavél til að búa til myndir í verkefnið.Þetta er þriðji dagurinn og það eru þrír eftir en við erum búin um hádegi á laugardag og fljúgjum heim eldsnemma á sunnudagsmorgun í gegnum London.

Við erum búin að fara í gegnum nokkur atriði og læra heilan helling. Ég sé margt til að nota í samskiptaverkefnunum okkar sem við erum í og gerir okkur örugglega lífið  mun auðveldara.

Hér er mynd úr verkefni sem við gerðum í gær í hugbúnaðinum Comic life og ég sendi hér með. Myndin er tekin í gær úti á lóðinni (í 28 stiga hita) við skólann þar sem við sáum svo flottar bláar hurðir.  Við erum í stórum stúlknaskóla en skólarnir eru ekki byrjaðir, þeir byrja um 23. september en hættu í byrjun júlí svo þetta er ósköp sambærilegt frí og hjá okkur.

Nú sit ég á námskeiði í að búa til blogg í WordPress og eins og þið sjáið gengur það bara bærilega þótt ég segi sjálf frá. Ég ætla að búa til aðra færslu og setja inn mynd frá Möltu til að æfa mig ennfrekar.

Posted in Uncategorized | Leave a comment